Landsbyggðin fái opinber störf Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 1. mars 2021 17:00 Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun