„Nú er kominn órói og möguleg staðsetning á gossprungu,“ segir hópurinn í færslu sinni, sem birt var nú á fjórða tímanum. Hermilíkan hafi verið keyrt til að sjá hvernig hraunrennsli yrði háttað.
Staðan hafi breyst miðað við forsendur nú og líklegast að hraun renni til suðurs. Sú sviðsmynd sé háð því að gossprungustaðsetning breytist ekki. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir hraunrennslið miðað við stöðuna nú.
20210303 1540 Nú er komin órói og möguleg staðsetning á gossprungu. Við keyrum hraun hermilíkanið til að sjá hvað...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Miðvikudagur, 3. mars 2021