NBA dagsins: „Dame tími“ í nótt og Harden lék sér á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 15:30 Damian Lillard í leiknum með Portland Trail Blazers á móti Golden State Warriors í nótt. Getty/Abbie Parr/ Það voru þrennur af ýmsum gerðum í NBA deildinni í körfubolta í nótt og það þarf heldur ekki að koma á óvart að Damian Lillard hafa klárað enn einn leikinn fyrir Portland Trail Blazers. Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira