Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 11:44 18.547 einstaklingar hafa ýmist lokið eða hafið bólusetningu hér á landi með bóluefni Pfizer og BioNTech. EPA Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32