Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 06:18 Líklega er um vanmat að ræða, þar sem rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni á netinu. Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum. Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira