NBA lenti þar á móti Oprah og þurfti að sætta sig við slæmt tap þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
Stjörnuleikur NBA var sýndur á TNT sjónvarpsstöðinni og fékk alls 5,9 milljónir áhorfendur að leiknum.
Á sama tíma sýndi CBS stöðin viðtal Oprah við þau hjónakorn Harry og Meghan. Alls horfðu 17,1 milljón á það viðtal.
The NBA went head-to-head with Oprah and lost.
— Front Office Sports (@FOS) March 10, 2021
NBA All-Star Game on TNT: 5.9M viewers
Harry and Meghan on Oprah on CBS: 17.1M viewers
The NBA posted their lowest rated All-Star Game in league history, with viewership down 18% from 2020. pic.twitter.com/v2fEhM2ueo
Þetta var lægsta áhorf á stjörnuleik NBA-deildarinnar í sögunni en átján prósent færri fylgdust með leiknum heldur en í fyrra.
Þarna kemur ekki bara inn í samkeppnin við Oprah heldur einnig áhorfendaleysið í salnum sem er ekki til að ýta undir skemmtanagildið.
NBA deildin tapaði samt ekki í öllum aldursflokkum því það var meira áhorf á leikinn heldur en viðtalið í flokki 18 til 34 ára. Það sýnir jafnframt hversu mikill áhugi var á viðtalinu hjá fólki 35 ára og eldri.