Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 14:24 Líkkista fórnarlambs Covid-19 borið til grafar í Viola Formosa-grafreitnum í Sao Paulo. Í síðustu viku létust rétt um 1.700 manns á einum degi, um það bil eitt dauðsfall á 50 sekúndna fresti. Síðan þá hefur smituðum og látnum fjölgað enn. Vísir/EPA Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira