Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar en upplýsingarnar eru uppfærðar alla virka daga kl. 11.
197 tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Pfizer og BioNTech, 150 vegna bóluefnis Moderna og 218 vegna bóluefnis AstraZeneca. Flestar alvarlegu tilkynningarnar hafa verið vegna bóluefnisins frá Pfizer, eða 24, þá hafa 5 alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnis Moderna og 7 vegna bóluefnis AstraZeneca.
Samkvæmt upplýsingum á covid.is hafa 26.029 fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu frá Pfizer, 2.660 af bóluefninu frá Moderna og 9.273 af bóluefninu frá AstraZeneca.
16.906 einstaklingar hafa verið fullbólusettir en 21.056 hafa fengið einn skammt, sem jafngildir því að 54.868 skammtar hafi verið gefnir alls.
Von er á skömmtum af bóluefninu frá Janssen á öðrum ársfjórðungi.
mbl.is greindi frá því í kvöld að Lyfjastofnun hefðu borist fjórar tilkynningar vegna blóðtappa í kjölfar bólusetningar; tvær fyrir bóluefni AstraZeneca, ein fyrir bóluefni Pfizer-BioNTech og ein fyrir bóluefni Moderna.
Fjórtán andlát hafa verið tilkynnt í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19.