Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:31 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfaði Snorra Stein Guðjónsson, sem í dag er þjálfari karlaliðs Vals, þegar Snorri var ungur að árum. Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira