Sigurður Bergmann, vettvangsstjóri á svæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður. Fólk á einkabifreið sé nú að keyra hann niður að Suðurstrandavegi þar sem sjúkrabíll bíður hans.
Tildrög slyssins eru óljós að sögn Sigurðar en maðurinn verður að öllum líkindum færður á slysamóttöku í Reykjanesbæ þar sem áverkar hans eru ekki taldir alvarlegir.