Telja töluverðar líkur á að alvarleg afbrigði fuglaflensu berist til landsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 11:09 MAST segir að ekki sé talið að mönnum stafi mikil hætta af umræddum afbrigðum fuglaflensuveirunnar og þá stafi ekki smithætta af neyslu alifuglaafurða. Sérfræðingahópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á því að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist hingað með farfuglum, sem farnir eru að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST. Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST.
Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira