NBA dagsins: Westbrook með svakalega metþrennu í sigri Galdrakarlanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 15:01 Russell Westbrook var í miklum ham gegn Indiana Pacers. getty/Katherine Frey Russell Westbrook hefur náð fjölmörgum þreföldum tvennum á ferlinum en engri eins og í leik Washington Wizards og Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt. Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31