Leyndarmál eða lygar? Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 11:30 Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun