Veiran og að viðurkenna að maður veit ekki neitt Helgi Áss Grétarsson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun