Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 07:29 Luka Dončić tryggði Dallas sigur með ótrúlegri flautukörfu. NBA Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira