Leikurinn átti upphaflega að fara fram sumardaginn fyrsta, 22. apríl, en verður seinkað um rúma viku.
Þrír leikir eru á laugardaginn og sunnudaginn eru tveir leikir á dagskránni, meðal annars stórleikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli.
Nýliðar Leiknis sækja Stjörnuna heim laugardagskvöldið 1. maí en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport sem og leikir Vals og ÍA og Breiðabliks og KR. Hinir nýliðarnir, Keflavík, mæta Víkingi í Víkinni á sunnudaginn.
Önnur umferðin hefst svo föstudaginn 7. maí með leik KR og KA á Meistaravöllum.
Afar þétt verður leikið í upphafi móts en fyrstu sjö umferðirnar fara fram á fjórum vikum.
Leikjaniðurröðunina má sjá með því að smella hér.
1. umferð Pepsi Max-deildar karla
- 30. apríl kl. 19:15 Valur - ÍA, Stöð 2 Sport
- 1. maí kl. 17:00 HK - KA
- 1. maí kl. 19:15 Fylkir - FH
- 1. maí kl. 19:15 Stjarnan - Leiknir, Stöð 2 Sport
- 2. maí kl. 19:15 Víkingur - Keflavík
- 2. maí kl. 19:15 Breiðablik - KR, Stöð 2 Sport
Bikarinn byrjar eftir viku
Fótboltasumarið fer formlega af stað næsta föstudag þegar fjórtán leikir fara fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla.
Keppni í Mjólkurbikarnum átti að hefjast fimmtudaginn 8. apríl en var frestað vegna samkomutakmarkana.
Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins verður leikin dagana 23.-26. apríl. Önnur umferðin hefst svo föstudaginn 30. apríl, sama dag og keppni í Pepsi Max-deild karla hefst.
Liðin í Pepsi Max-deildinni koma inn í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins sem fara fram seinni hlutann í júní.