Flick staðfestir að hann hætti með Bayern í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2021 19:16 Flick í leiknum í dag. Eftir leik staðfesti hann brottför sína í sumar. EPA-EFE/MARTIN ROSE Hans-Dieter Flick, þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern staðfesti eftir 3-2 sigur liðsins í dag að hann myndi hætta með liðið í sumar. Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið. Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01
Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01
Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01
Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti