Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Celtic og þá sérstaklega í ljósi þess að erkióvinir þeirra í Rangers eru að fara hamförum. Liðin mættust í 16-liða úrslitum skosku bikarkeppninnar í dag og fór það svo að Rangers vann 2-0 sigur. Steven Davis kom Rangers yfir og lánsmaðurinn JonJoe Kenny skoraði svo sjálfsmark til að kóróna leik Celtic.
Í síðasta mánuði tryggði Rangers sér skoska meistaratitilinn en liðið lærisveinar Steven Gerrard enduðu með 89 stig að loknum 33 leikjum. Celtic endaði í 2. sæti með aðeins 69 stig. Þar með batt Rangers enda á níu ára samfleyta sigurgöngu Celtic.
GALLERY: Rangers 2-0 Celtic
— Rangers Football Club (@RangersFC) April 18, 2021
Check out the full match gallery in our Match Hub: https://t.co/4SbUYJq2ex pic.twitter.com/sJF1ScWd4c
Til að strá salti í sárin þá var það svo auðvitað Rangers sem sendi Celtic í sumarfrí og sá til þess að félagið fer í gegnum fyrsta titlalausa tímabilið frá árinu 2010.