City er fyrsta liðið sem dregur sig út úr tólf liða Ofurdeildinni sem átti að hefjast næsta sumar og koma í stað Meistaradeildarinnar hjá liðunum tólf.
Fyrr í kvöld bárust fréttir af því að félög á borð við City og Chelsea væru að íhuga að draga sig út úr Ofurdeildinni og nú hefur City staðfest það.
Allar líkur eru á því að fleiri lið feti í fótspor City er líða fer á kvöldið en heimasíða City hrundi eftir að félagið tilkynnti um að það væri hætt við þátttöku í Ofurdeildinni.
Þáttakan hefur vakið miklu fjaðrafoki hjá stuðningsmönnum liðanna í Ofurdeildinni og afar ólíklegt er að af Ofurdeildinni verði.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Club statement.https://t.co/GeNQZn8091
— Manchester City (@ManCity) April 20, 2021