Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 15:45 Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, sýnir mynd af hnífnum sem henni var sendur fyrir helgi. Hún hefur þegar kært sendandann. Vísir/EPA Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019. Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019.
Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira