Gestirnir átta voru þau: Bjarni Benediktsson, Unnur Eggertsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Logi Pedro Stefánsson, Patrekur Jaime, Halldóra Mogensen og Jóhannes Ásbjörnsson.
Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?
Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg.
Til að mynda sagði Bjarni Ben sögu frá því þegar hann missti símann ofan í klósettið í breska þinghúsinu. Logi Pedro sagði martraðarsögu þegar hann hitti tengdafjölskylduna í fyrsta sinn. Svo má segja að saga Þórunnar Ernu Clausen steli í raun senunni.
Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur. Gleðilegt sumar.