Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 29. apríl 2021 07:30 Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun