Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næstu daga ætli að vera viðvarandi norðlæg átt með éljum um landið norðan- og austanvert, en lengst af bjartviðri í öðrum landshlutum.
„Reikna má með að næturfrost verði víða og yfir daginn verður hiti nálægt frostmarki í éljaloftinu en að 9 stigum þar sem sólar gætir.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él norðan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast sunnanlands.
Á sunnudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s. Skýjað norðaustan- og austanlands, en bjartviðri vestantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið norðantil á landinu, hiti um frostmark. Þurrt og bjart sunnan- og vestanlands með hita að 8 stigum yfir daginn.
Á fimmtudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með dálítilum éljum fyrir norðan og austan, en bjartviðri annars staðar. Áfram fremur kalt, en hiti að 8 stigum sunnantil að deginum.