Stelpurnar frá Keflavík náði góðum tökum á leiknum gegn Fjölni, en þær leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhlutann eftir að hafa mest náð tíu stiga forskoti.
Fjölnisstelpur söxuðu hægt og bítandi á forskot Keflavíkur og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í eitt stig.
Keflavík tók þá aftur völdin og jók muninn aftur í tíu stig snemma í fjórða leikhluta. Fjölnisstelpur gerðu hvað þær gátu til að brúa bilið, og voru búnar að minnka muninn í tvö stig þegar rúm hálf mínúta var eftir.
Nær komust Fjölniskonur þó ekki og niðurstaðan því 87-85 sigur Keflavíkur.
Daniela Wallen átti frábæran leik í liði Keflavíkur, en hún skoraði 28 stig, tók 19 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Botnlið KR náði að stríða Breiðablik stærstan hluta leiksins þegar liðin mættust í Vesturbænum í dag.
Breiðablik náði þó yfirhöndinni snemma leiks, en aðeins eitt stig skildi liðin að þegar komið var að fjórða leikhluta.
Þá tóku Breiðabliksstelpur öll völd og lönduðu að lokum 11 stiga sigri, 76-65.
Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 22 stig fyrir Breiðablik, ásamt því að taka 14 fráköst.