Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og Luka nálgast óðum leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Luka Doncic var rekinn út úr húsi í nótt eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. AP/Tony Gutierrez Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta. LeBron James er kominn aftur til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla en Los Angeles Lakers liðið heldur áfram að tapa leikjum. Lakers tapaði 114-121 á heimavelli á móti Toronto Raptors í nótt en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Season highs for Lowry & Siakam! @pskills43: 39 points, 13 boards@Klow7: 37 points, 11 assists, 8 threes#WeTheNorth pic.twitter.com/UCo3rh9nph— NBA (@NBA) May 3, 2021 James var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en kláraði þó ekki leikinn. James var aumur í ökklanum og spilaði ekki lokakaflann í leiknum. Andre Drummond var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Lakers en hjá Raptors voru Pascal Siakam (39 stig og 13 fráköst) og Kyle Lowry (37 stig og 11 stoðsendingar) mjög öflugir. Lakers liðið er nú jafnt Portland Trail Blazers í sjötta og sjöunda sætinu í Vesturdeildinni. Sjötta sætið sleppur við umspilið en sjöunda sætið ekki. Buddy Hield var með 27 stig og Marvin Bagley III skoraði 23 stig þegar Sacramento Kings vann 111-99 sigur á Dallas Mavericks en Kings vann alla þrjá leiki liðanna á tímabilinu. Það var ekki nóg með að Dallas Mavericks tapaði þessum leik heldur var Luka Doncic rekinn úr húsi undir lokin eftir sína aðra tæknivillu í leiknum. Doncic var með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en hann er nú kominn með fimmtán tæknivillur á tímabilinu og fer í leikbann þegar hann fær næstu tæknivillu. Giannis, KD went at it in today's Eastern Conference showdown. @Giannis_An34: 49 PTS, 3 BLK, W@KDTrey5: 42 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/2ffwr3er7J— NBA (@NBA) May 2, 2021 Giannis Antetokounmpo hafði betur í mögnuðu uppgjöri á móti Kevin Durant þegar Milwaukee Bucks vann 117-114 sigur á Brooklyn Nets. Giannis skoraði 49 stig í leiknum á móti 42 frá Kevin Durant. Giannis Antetokounmpo var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot en hann hitti úr 21 af 36 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Khris Middleton var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur Milwaukee Bucks í síðustu fjórum leikjum og liðið nálgaðist Brooklyn Nets í baráttunni um efstu sæti Austurdeildarinnar. 34 & 12 for JoJo @JoelEmbiid's double-double leads the @sixers to victory in OT. pic.twitter.com/Pf1470vlJJ— NBA (@NBA) May 3, 2021 Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers slapp með skrekkinn og vann 113-111 sigur á vængbrotnu liði San Antonio Spurs í framlengdum leik. Ben Simmons skoraði sigurkörfuna þegar hann fylgdi á eftir skoti Embiid. @BenSimmons25 tips in the #TissotBuzzerBeater, from EVERY ANGLE!#HereTheyCome #ThisIsYourTime pic.twitter.com/6CJO46CUpt— NBA (@NBA) May 3, 2021 Seth Curry skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem vann fjórða leikinn í röð og er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. Simmons var bara með fimm stig í leiknum auk sex frákasta og fimm stoðsendinga. Lonnie Walker IV var stigahæstur hjká Spurs liðinu með 23 stig og Keldon Johnson, Derrick White, DeMar DeRozan og Jakob Poeltl. @DevinBook drops 32 PTS in the @Suns W! pic.twitter.com/4eoJtsePux— NBA (@NBA) May 3, 2021 Devin Booker var með 32 stig og Chris Paul bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 123-120 sigur á Oklahoma City Thunder en eftir þenann sigur þá er Suns og Utah Jazz jöfn á toppi Vesturdeildarinnar með 46 sigra og 18 töp. 33 PTS for @CJMcCollum. 4 straight for @trailblazers. pic.twitter.com/eQLAE3ASNo— NBA (@NBA) May 3, 2021 CJ McCollum var með 10 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann 129-119 sigur á Boston Celtics. Damian Lillard var síðan með 26 stig og 13 stoðsendingar í þessum fjórða sigri Portland í röð. Portland jafnaði þar með við Lakers í baráttunni um að sleppa við umspilsleikina. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston liðið sem er nú komið niður í sjöunda sæti í Austurdeildinni sem myndi þýða að liðið færi í leikina um sæti í úrslitakeppninni. 31 points in 3 quarters for @J30_RANDLE.. 11 wins in 12 games for @nyknicks! pic.twitter.com/T9WXaOTDez— NBA (@NBA) May 3, 2021 Julius Randle og New York Knicks halda áfram að gera flotta hluti. Randle var með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 122-97 sigri New York Knicks á Houston Rockets þrátt fyrir að spila bara þrjá leikhluta og New York vann sinn ellefta sigur í síðustu tólf leikjum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.) The @sixers and @Suns retake #1 in each conference!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/mFnRjiGmmK— NBA (@NBA) May 3, 2021 NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
LeBron James er kominn aftur til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla en Los Angeles Lakers liðið heldur áfram að tapa leikjum. Lakers tapaði 114-121 á heimavelli á móti Toronto Raptors í nótt en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Season highs for Lowry & Siakam! @pskills43: 39 points, 13 boards@Klow7: 37 points, 11 assists, 8 threes#WeTheNorth pic.twitter.com/UCo3rh9nph— NBA (@NBA) May 3, 2021 James var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en kláraði þó ekki leikinn. James var aumur í ökklanum og spilaði ekki lokakaflann í leiknum. Andre Drummond var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Lakers en hjá Raptors voru Pascal Siakam (39 stig og 13 fráköst) og Kyle Lowry (37 stig og 11 stoðsendingar) mjög öflugir. Lakers liðið er nú jafnt Portland Trail Blazers í sjötta og sjöunda sætinu í Vesturdeildinni. Sjötta sætið sleppur við umspilið en sjöunda sætið ekki. Buddy Hield var með 27 stig og Marvin Bagley III skoraði 23 stig þegar Sacramento Kings vann 111-99 sigur á Dallas Mavericks en Kings vann alla þrjá leiki liðanna á tímabilinu. Það var ekki nóg með að Dallas Mavericks tapaði þessum leik heldur var Luka Doncic rekinn úr húsi undir lokin eftir sína aðra tæknivillu í leiknum. Doncic var með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en hann er nú kominn með fimmtán tæknivillur á tímabilinu og fer í leikbann þegar hann fær næstu tæknivillu. Giannis, KD went at it in today's Eastern Conference showdown. @Giannis_An34: 49 PTS, 3 BLK, W@KDTrey5: 42 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/2ffwr3er7J— NBA (@NBA) May 2, 2021 Giannis Antetokounmpo hafði betur í mögnuðu uppgjöri á móti Kevin Durant þegar Milwaukee Bucks vann 117-114 sigur á Brooklyn Nets. Giannis skoraði 49 stig í leiknum á móti 42 frá Kevin Durant. Giannis Antetokounmpo var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot en hann hitti úr 21 af 36 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Khris Middleton var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur Milwaukee Bucks í síðustu fjórum leikjum og liðið nálgaðist Brooklyn Nets í baráttunni um efstu sæti Austurdeildarinnar. 34 & 12 for JoJo @JoelEmbiid's double-double leads the @sixers to victory in OT. pic.twitter.com/Pf1470vlJJ— NBA (@NBA) May 3, 2021 Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers slapp með skrekkinn og vann 113-111 sigur á vængbrotnu liði San Antonio Spurs í framlengdum leik. Ben Simmons skoraði sigurkörfuna þegar hann fylgdi á eftir skoti Embiid. @BenSimmons25 tips in the #TissotBuzzerBeater, from EVERY ANGLE!#HereTheyCome #ThisIsYourTime pic.twitter.com/6CJO46CUpt— NBA (@NBA) May 3, 2021 Seth Curry skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem vann fjórða leikinn í röð og er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. Simmons var bara með fimm stig í leiknum auk sex frákasta og fimm stoðsendinga. Lonnie Walker IV var stigahæstur hjká Spurs liðinu með 23 stig og Keldon Johnson, Derrick White, DeMar DeRozan og Jakob Poeltl. @DevinBook drops 32 PTS in the @Suns W! pic.twitter.com/4eoJtsePux— NBA (@NBA) May 3, 2021 Devin Booker var með 32 stig og Chris Paul bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 123-120 sigur á Oklahoma City Thunder en eftir þenann sigur þá er Suns og Utah Jazz jöfn á toppi Vesturdeildarinnar með 46 sigra og 18 töp. 33 PTS for @CJMcCollum. 4 straight for @trailblazers. pic.twitter.com/eQLAE3ASNo— NBA (@NBA) May 3, 2021 CJ McCollum var með 10 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann 129-119 sigur á Boston Celtics. Damian Lillard var síðan með 26 stig og 13 stoðsendingar í þessum fjórða sigri Portland í röð. Portland jafnaði þar með við Lakers í baráttunni um að sleppa við umspilsleikina. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston liðið sem er nú komið niður í sjöunda sæti í Austurdeildinni sem myndi þýða að liðið færi í leikina um sæti í úrslitakeppninni. 31 points in 3 quarters for @J30_RANDLE.. 11 wins in 12 games for @nyknicks! pic.twitter.com/T9WXaOTDez— NBA (@NBA) May 3, 2021 Julius Randle og New York Knicks halda áfram að gera flotta hluti. Randle var með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 122-97 sigri New York Knicks á Houston Rockets þrátt fyrir að spila bara þrjá leikhluta og New York vann sinn ellefta sigur í síðustu tólf leikjum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.) The @sixers and @Suns retake #1 in each conference!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/mFnRjiGmmK— NBA (@NBA) May 3, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn