Fylgt verður eftir tveimur þáttum Kompáss sem birtir voru á Vísi mánudag og þriðjudag og fjallað áfram um skipulagða glæpahópa á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Í fréttatímanum skoðum við ummerkin eftir gróðureldana í Heiðmörkinni. Ekkert útlit er fyrir úrkomu næstu daga og enn mikil hætta á gróðureldum víða um land.
Kristján Már heldur áfram að fjalla um gosstöðvarnar við Fagradalsfjall, esem gætu orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og talsverð innviðauppbygging þar framundan.
Við ræðum einni við Íslendinga sem staddir eru í Nepal í grunnbúðum Everest en þar er kórónuveirufaraldurinn í hæstu hæðum. sem þeir hyggjast klífa.
Lifandi, fjölbreyttur og áhugaverður fréttatími framundan í kvöldfréttum á samtengum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30