Við ræðum við Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskonu Stígamóta, sem segir að ný MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá landsfundi Vinstri grænna og ræðum við Katrínu Jakobsdóttur formann flokksins.
Við segjum frá því að lögregla hefur áhyggjur af neyslu barna allt niður í tólf ára á fíkniefninu Spice. Börnin veipa efnið og sýnum nýjar myndir af eldstöðinni í Fagradalsfjalli.
Lifandi, fjölbreyttur og áhugaverður fréttatími framundan í kvöldfréttum á samtengum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30