Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 21:01 Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. HELENA RAKEL Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. „Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira