Neymar framlengir samning sinn um fjögur ár en mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega brottför kappans, nánast frá því hann gekk í raðir Parísarliðsins frá Barcelona sumarið 2017.
Þessi 29 ára gamli sóknarmaður hefur skorað 85 mörk í 112 leikjum fyrir PSG og hjálpað liðinu að vinna frönsku deildina í þrígang.
#NeymarJr2025 @neymarjr: "The truth is that I'm very happy to be staying here for four more years." pic.twitter.com/HLkAZHkiLf
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) May 8, 2021
Franskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að nýi samningurinn færi Neymar í kringum 30 milljónir evra í árslaun, eftir skatt og ljóst að það mun ekki væsa um Brasilíumanninn í frönsku höfuðborginni næstu árin.
Stóra markmið PSG er að vinna Meistaradeild Evrópu og er ákvæði um himinháa bónusgreiðslu til Neymar takist honum að hjálpa liðinu að landa Evrópumeistaratitlinum eftirsótta.