Boltastrákur Keflvíkinga með Liverpool-frammistöðu í fyrra markinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 09:31 Boltastrákurinn Tristan Vilmar Guðlaugsson beið með boltann og Keflvíkingar gátu tekið innkastið strax. Anton Freyr Haukssson sagði frá litla bróður sínum á Twitter eftir leikinn. Samsett/Twitter og S2 Sport Guðmundur Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Reynir Leósson gagnrýndu allir vítaspyrnudóm Vilhjálms Alvars Þórarinssonar í Pepsi Max stúkunni í gær. Boltastrákur Keflvíkinga á aftur á móti mikið hrós skilið og fékk það líka. Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira