Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 13:23 Jacqueline segist reið, kvíðin og ráðalaus. „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. Í færslu sinni segist Jacqueline reið, kvíðin og ráðalaus. „Mér líður ekki vel. Maður bíður og bíður. Ég get verið heilbrigð en ég bara veit það ekki,“ sagði Jacqueline þegar Vísir ræddi við hana í morgun. Hver sýnatakan á fætur annarri Jacqueline, sem er búsett á Egilsstöðum, fékk svör eftir sýnatökuna í október um miðjan nóvember, þar sem henni var greint frá því að frumubreytingar hefðu fundist. Hún var send í aðra sýnatöku, sem fór fram á Akureyri 16. desember. Svar við þeirri rannsókn barst 22. febrúar og kom í ljós að Jacqueline var með HPV-veiruna, sem er ein aðalorsök frumubreytinga og krabbameina í leghálsinum. Enn var hún send í sýnatöku, sem fór fram hjá kvensjúkdómalækni á Egilsstöðum 8. mars. „Í dag eyddi maðurinn minn, sem er læknir, 2 og hálfum klukkutíma í símtöl til að fá einhverjar upplýsingar varðandi sýnatöku og niðurstöðu,“ skrifaði Jacqueline á Facebook í gær en eins og fyrr segir bíður hún enn endanlegra niðurstaða. Spurð að því hvernig henni líði er svarið einfalt: „Ömurlega“. Er ég með krabbamein? „Ég var ekki að pósta þessu til að fá samúð eða klapp. Ég vildi bara vekja athygli á þessu. Mér finnst þetta lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur,“ segir hún um biðina. „Þetta tekur alltof langan tíma. Og maður hugsar um þetta á hverjum einasta degi. Er ég heilbrigð? Eða er ég veik... með krabbamein? Þarf ég að fara í aðgerð eða lyfjameðferð? Ég er yfirleitt mjög jákvæð og tek öllu í lífinu eins og það er en mér finnst þetta... Mér finnst ég þurfa að stíga fram fyrir aðrar konur sem eru í sömu stöðu og ég.“ Boltinn nú hjá Embætti landlæknis Í umfjöllun um kosti, galla og markmið krabbameinsskimana, meðal annars í áliti skimunarráðs frá því í október í fyrra, er oft komið inn á þá lífskjaraskerðingu sem í þeim getur falist. Þar má meðal annars nefna kvíða, sem margar íslenskar konur búa nú við vegna langrar biðar eftir niðurstöðum. Vísir sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið og spurði hvenær tíðinda yrði að vænta af framtíðarfyrirkomulagi rannsókna á leghálssýnum, nú þegar jákvæð svör Landspítala og viðbrögð Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. Í svari ráðuneytisins er vísað til þess heilsugæslan hafi lagt það til í umsögn sinni að Embætti landlæknis yrði falið að leggja mat á það hvort áætlun Landspítala um rannsóknirnar uppfyllti viðmið um gæði. Ráðuneytið hefði óskað eftir því. Svara frá embættinu væri að vænta eigi síðar en á föstudag, 15. maí. Færsælast að ráðherra bakki með ákvörðunina Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra hefði falið Haraldi Briem að svara fyrirspurnum þingmanna sem voru samþykktar á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Svör áttu að liggja fyrir í þessari viku en Haraldur hefur fengið frest til loka fyrstu viku júnímánaðar. Svandís Svavarsdóttir.Vísir/vilhelm Vísir hefur rætt við lækna sem draga óhlutdrægni Haraldar í efa en í skýrslubeiðni þingsins var farið fram á úttekt af hálfu óháðs aðila. Bent hefur verið á að Haraldur var sóttvarnalæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, var landlæknir og þegar Kristján Oddsson starfaði hjá landlæknisembættinu, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir. Kristján er núna yfir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og átti frumkvæði að því að rannsóknirnar voru fluttar til Danmerkur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir Harald hins vegar „grandvaran“ mann. „Ég held að efasemdir um hans hæfi séu ekki útbreiddar. Ég treysti honum afar vel til að gera þetta,“ sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagðist ekki hafa áhyggjur af tengslum Haraldar við Birgi eða Kristján. „Ég held við við höfum í raun öll gögn til að ræða málið,“ sagði hún um frestun skýrsluskilanna. „Það sem mér finnst auðvitað mikilvægast í þessu máli er að framkvæmdin sé góð og að ákvarðanirnar sem voru teknar voru allar teknar með öryggi og hagsmuni kvenna að leiðarljósi og þannig mun ég vinna þetta áfram.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.Vísir/Vilhelm „Mér finnst heilbrigðisráðherra vera komin í slíkar ógöngur með þetta mál að það væri farsællegast fyrir alla að hún bakkaði með þessa ákvörðun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og höfundur skýrslubeiðninnar, um flutning rannsóknanna úr landi. „Það lá fyrir allan tímann að Landspítalinn gat og vildi sinna þessu verkefni.“ Þorbjörg segir ljóst að ráðherra njóti ekki stuðnings fagfélaga lækna hvað þetta varðar, auk þess sem konur hafi fengið að finna óþyrmilega fyrir því hversu biðin væri löng. Hún furðar sig á þeirri bið sem nú verður eftir umbeðinni skýrslu, þar sem um einfaldar spurningar sé að ræða. „Þessum spurningar átti að svara til að eiga samtal til að skapa sátt og traust,“ segir hún en ljóst sé að svo verði ekki ef svörin eiga ekki að berast rétt fyrir þinglok. Þá gagnrýnir hún að ekkert samráð hafi verið átt um skýrsluhöfund, eins og þó var óskað eftir. „Þessi bið er engum til bóta og nú er verið að framlengja hana,“ segir Þorbjörg. „Mér finnst að það sé tímabært að ráðherra bakki með þessa ákvörðun; konur eiga ekki að gjalda fyrir þennan drátt.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Í færslu sinni segist Jacqueline reið, kvíðin og ráðalaus. „Mér líður ekki vel. Maður bíður og bíður. Ég get verið heilbrigð en ég bara veit það ekki,“ sagði Jacqueline þegar Vísir ræddi við hana í morgun. Hver sýnatakan á fætur annarri Jacqueline, sem er búsett á Egilsstöðum, fékk svör eftir sýnatökuna í október um miðjan nóvember, þar sem henni var greint frá því að frumubreytingar hefðu fundist. Hún var send í aðra sýnatöku, sem fór fram á Akureyri 16. desember. Svar við þeirri rannsókn barst 22. febrúar og kom í ljós að Jacqueline var með HPV-veiruna, sem er ein aðalorsök frumubreytinga og krabbameina í leghálsinum. Enn var hún send í sýnatöku, sem fór fram hjá kvensjúkdómalækni á Egilsstöðum 8. mars. „Í dag eyddi maðurinn minn, sem er læknir, 2 og hálfum klukkutíma í símtöl til að fá einhverjar upplýsingar varðandi sýnatöku og niðurstöðu,“ skrifaði Jacqueline á Facebook í gær en eins og fyrr segir bíður hún enn endanlegra niðurstaða. Spurð að því hvernig henni líði er svarið einfalt: „Ömurlega“. Er ég með krabbamein? „Ég var ekki að pósta þessu til að fá samúð eða klapp. Ég vildi bara vekja athygli á þessu. Mér finnst þetta lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur,“ segir hún um biðina. „Þetta tekur alltof langan tíma. Og maður hugsar um þetta á hverjum einasta degi. Er ég heilbrigð? Eða er ég veik... með krabbamein? Þarf ég að fara í aðgerð eða lyfjameðferð? Ég er yfirleitt mjög jákvæð og tek öllu í lífinu eins og það er en mér finnst þetta... Mér finnst ég þurfa að stíga fram fyrir aðrar konur sem eru í sömu stöðu og ég.“ Boltinn nú hjá Embætti landlæknis Í umfjöllun um kosti, galla og markmið krabbameinsskimana, meðal annars í áliti skimunarráðs frá því í október í fyrra, er oft komið inn á þá lífskjaraskerðingu sem í þeim getur falist. Þar má meðal annars nefna kvíða, sem margar íslenskar konur búa nú við vegna langrar biðar eftir niðurstöðum. Vísir sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið og spurði hvenær tíðinda yrði að vænta af framtíðarfyrirkomulagi rannsókna á leghálssýnum, nú þegar jákvæð svör Landspítala og viðbrögð Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. Í svari ráðuneytisins er vísað til þess heilsugæslan hafi lagt það til í umsögn sinni að Embætti landlæknis yrði falið að leggja mat á það hvort áætlun Landspítala um rannsóknirnar uppfyllti viðmið um gæði. Ráðuneytið hefði óskað eftir því. Svara frá embættinu væri að vænta eigi síðar en á föstudag, 15. maí. Færsælast að ráðherra bakki með ákvörðunina Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra hefði falið Haraldi Briem að svara fyrirspurnum þingmanna sem voru samþykktar á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Svör áttu að liggja fyrir í þessari viku en Haraldur hefur fengið frest til loka fyrstu viku júnímánaðar. Svandís Svavarsdóttir.Vísir/vilhelm Vísir hefur rætt við lækna sem draga óhlutdrægni Haraldar í efa en í skýrslubeiðni þingsins var farið fram á úttekt af hálfu óháðs aðila. Bent hefur verið á að Haraldur var sóttvarnalæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, var landlæknir og þegar Kristján Oddsson starfaði hjá landlæknisembættinu, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir. Kristján er núna yfir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og átti frumkvæði að því að rannsóknirnar voru fluttar til Danmerkur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir Harald hins vegar „grandvaran“ mann. „Ég held að efasemdir um hans hæfi séu ekki útbreiddar. Ég treysti honum afar vel til að gera þetta,“ sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagðist ekki hafa áhyggjur af tengslum Haraldar við Birgi eða Kristján. „Ég held við við höfum í raun öll gögn til að ræða málið,“ sagði hún um frestun skýrsluskilanna. „Það sem mér finnst auðvitað mikilvægast í þessu máli er að framkvæmdin sé góð og að ákvarðanirnar sem voru teknar voru allar teknar með öryggi og hagsmuni kvenna að leiðarljósi og þannig mun ég vinna þetta áfram.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.Vísir/Vilhelm „Mér finnst heilbrigðisráðherra vera komin í slíkar ógöngur með þetta mál að það væri farsællegast fyrir alla að hún bakkaði með þessa ákvörðun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og höfundur skýrslubeiðninnar, um flutning rannsóknanna úr landi. „Það lá fyrir allan tímann að Landspítalinn gat og vildi sinna þessu verkefni.“ Þorbjörg segir ljóst að ráðherra njóti ekki stuðnings fagfélaga lækna hvað þetta varðar, auk þess sem konur hafi fengið að finna óþyrmilega fyrir því hversu biðin væri löng. Hún furðar sig á þeirri bið sem nú verður eftir umbeðinni skýrslu, þar sem um einfaldar spurningar sé að ræða. „Þessum spurningar átti að svara til að eiga samtal til að skapa sátt og traust,“ segir hún en ljóst sé að svo verði ekki ef svörin eiga ekki að berast rétt fyrir þinglok. Þá gagnrýnir hún að ekkert samráð hafi verið átt um skýrsluhöfund, eins og þó var óskað eftir. „Þessi bið er engum til bóta og nú er verið að framlengja hana,“ segir Þorbjörg. „Mér finnst að það sé tímabært að ráðherra bakki með þessa ákvörðun; konur eiga ekki að gjalda fyrir þennan drátt.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46
Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57
Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05