Þetta áhrifaríka myndband kemur út í kjölfar þess að síðustu daga hefur ný #metoo bylgja tekið yfir samfélagið. Myndbandið ber yfirskriftina Ég trúi. Meðal þeirra sem koma fram og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson yfirlögleguþjónn. Einnig koma fram Kamilla Ívarsdóttir og Eva Mattadóttir en fjallað hefur verið um þeirra reynslu af ofbeldi hér á Vísi.
Viðbrögð við máli Sölva Tryggvasonar urðu til þess að margir þolendur stigu fram á samfélagsmiðlum til þess að vekja fólk til umhugsunar og hvetja til þess að rödd þolenda fái að heyrast, þeim sé trúað.
Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnanda Eigin konur, koma fram Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín (Ernuland), Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan), Pálmar Ragnarsson, Kamilla Ívarsdóttir og systkinin Magnús Sigurbjörnsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ég trúi
- Ég er þolandi ofbeldis og ég trúi þér
- Ég er vinkona og þolandi ofbeldis
- Ég trúi ykkur
- og ég styð ykkur
- Ég trúi
- Ég trúi þolendum
- Ég trúi
- Ég trúi
- Ég trúi og ég styð ykkur
- Ég er stolt af ykkur
- og ég er þakklát
- Ég er vinkona
- Ég er maki
- Ég er þolandi
- Ég er þolandi
- Ég trúi þolendum
- Ég þarf ekki að skilja til að hlusta
- Nú þurfum við bræður synir feður að tala saman
- Strákar, tökum þátt í umræðunni
- Ég er þolandi ofbeldis
- Ég trúi þér
- Ég trúi þér
- og ég styð ykkur