„Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2021 19:00 Rakel Garðarsdóttir heimsótti bræðurna í Þvottahúsinu. Skjáskot Eftir að lesa grein um matarsóun árið 2010 byrjaði Rakel Garðarsdóttir að spá mikið í sóun matvæla. Síðan þá hefur hún barist fyrir minni matarsóun hér á landi. „Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira