Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að Kristín sé með víðtæka reynslu af markaðsmálum en ásamt því að hafa starfað hjá Póstinum hafi hún áður verið verkefnastjóri markaðsdeildar hjá Wow air sem og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Kynnisferðum.
„Kristín hefur verið lykilmanneskja í markaðsstarfi Póstsins undanfarin tvö ár og hefur komið að öllum helstu herferðum Póstsins, þá hefur hún í öllum fyrri störfum haft mikla aðkomu að markaðsherferðum sem og efnissköpun.
Kristín er með MS próf í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands ásamt BA prófi í félagsráðgjöf,“ segir í tilkynningunni.