Spenntur fyrir að fara á Egilsstaði eftir að hafa búið nánast alla ævina í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:32 Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson munu þjálfa Hött í sameiningu. vísir/sigurjón Einar Árni Jóhannsson segir að þeim Viðari Erni Hafsteinssyni hafi lengi rætt um það að starfa saman. Það gerist á næsta tímabili en Einar Árni hefur verið ráðinn þjálfari Hattar við hlið Viðars. Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira