Safna liði í málsókn gegn bönkunum: Stærsta hagsmunamál neytenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:59 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Vilhelm Neytendasamtökin segja breytilega vexti á lánum ólögmæta og hyggjast stefna bönkunum. Formaður samtakanna segir einhliða vaxtaákvarðanir byggja á matskenndum og huglægum mælikvörðum bankanna. Þetta sé stærsta hagsmunamál neytenda í dag. Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun. Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun.
Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira