Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu skipar 20. til 21. sæti á listanum yfir markahæstu þjóðirnar í meira en sextíu ára sögu Evrópumótsins og það þrátt fyrir að hafa komist bara einu sinni í úrslitakeppnina.
Strákarnir í íslenska landsliðinu skoruðu átta mörk í fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi sumarið 2016 og skoruðu tvö mörk í síðustu þremur leikjum sínum á móti Austurríki, Englandi og Frakklandi. Liðið skoraði eitt mark í fyrstu tveimur á móti Portúgal og Ungverjalandi og skoraði því mark í öllum leikjum sínum.
Íslenska liðið var því með 1,6 mörk að meðlatali í leik og það eru bara tvær þjóðir sem hafa skorað fleiri mörk að meðaltali í úrslitakeppni EM. Wales (1 mót) er í fyrsta sæti með 1,67 mörk í leik og Hollendingar (9 mót) eru í öðru sæti með 1,63 mörk í leik.
Næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Frakkland (1,59 mörk í leik) og Serbía (1,57) en Þjóðverjar eru svo í sjötta sætinu með 1,47 mörk í leik.
Það er sérstakt að skoða töfluna yfir árangur þjóða í úrslitakeppni EM enda ekkert sjálfgefið að þjóð skori átta mark á sínu fyrsta móti. Norðmenn skoruðu sem dæmi aðeins eitt mark á eina Evrópumóti sínu sumarið 2000.
Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020
Ísland deilir nú tuttugasta sæti heildarmarkalistans með Sviss en Svisslendingar hafa samt farið á þrjú fleiri Evrópumóti og spilað átta fleiri leiki.
Meðal þjóða fyrir neðan Ísland í fjölda skoraða marka í úrslitakeppni EM eru Pólland (7 mörk) og Írland (6 mörk) sem hafa farið bæði á þrjú Evrópumót og síðan Skotland (4 mörk) og Búlgaría (4 mörk) sem hafa farið á tvö Evrópumót.
Markahæsta þjóð í úrslitakeppni EM er Þýskaland með 72 mörk en Frakkar eru tíu mörkum á eftir (62 mörk) og Hollendingar eru síðan í þriðja sætinu með 57 mörk, tveimur mörkum á undan Spánverjum.
- Flest mörk þjóða í sögu úrslitakeppni EM 1960-2016:
- 1. Þýskaland 72
- 2. Frakkland 62
- 3. Holland 57
- 4. Spánn 55
- 5. Portúgal 49
- 6. Tékkland 42
- 7. England 40
- 8. Ítalía 39
- 9. Rússland 38
- 10. Danmörk 30
- 20. Ísland 8
- --
- Flest mörk í leik í sögu úrslitakeppni EM 1960-2016:
- 1. Wales 1,67
- 2. Holland 1,63
- 3. Ísland 1,60
- 4. Frakkland 1,59
- 5. Serbía 1,57
- 6. Þýskaland 1,47
- 7. Portúgal 14,0
- 8. Spánn 1,38
- 8. Ungverjaland 1,38
- 10. Slóvenía 1,33