Staðfestir að hann sé sá á förum frá Lyon og sé í viðræðum við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2021 18:01 Memphis virðist vera á leið til Katalóníu. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Hollendingurinn Memphis Depay, leikmaður Lyon í Frakklandi, hefur staðfest að hann sé á förum frá félaginu í sumar og sé í viðræðum við spænska stórveldið Barcelona. Memphis ræddi við franska blaðið L´Equipe nýverið þar sem hann staðfesti að hann væri á förum frá Lyon í sumar. Hann gekk í raðir félagsins árið 2017 en hann lék áður með PSV Eindhoven í Hollandi og Manchester United í Englandi. „Ég er breyttur maður, ég er þroskaðri. Hér varð ég að manni. Þegar ég horfi til baka þá tel ég veru mína hér hafa verið frábæra. Ég á minningar sem munu lifa með mér út ævina sem og vináttubönd. Þetta var heimili mitt,“ sagði Memphis um veru sína hjá Lyon. Hann spilaði alls 177 leiki fyrir félagið, skoraði 76 mörk og lagði upp önnur 53. Memphis Depay confirms to L Equipe that he ll be leaving Lyon this summer.He is heavily linked with a transfer to Barcelona. pic.twitter.com/i8KYLNzSZU— B/R Football (@brfootball) May 21, 2021 Þessi 27 ára gamli Hollendingur verður samningslaus í sumar og þarf Barcelona því ekki að greiða fyrri hann. Börsungar virðast vera á höttunum á eftir leikmönnum sem ekki þarf að borga fyrir í sumar en Sergio Agüero ku vera á leiðinni til Katalóníu sem og Eric Garcia, samherji Agüero hjá Manchester City, og Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool. Memphis sagði einnig að hann væri í samningaviðræðum við Börsunga sem og fleiri lið. Það virðist þó allt stefna í að Hollendingurinn klæðist treyju Börsunga er tímabilið 2021/2022 hefst. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Memphis ræddi við franska blaðið L´Equipe nýverið þar sem hann staðfesti að hann væri á förum frá Lyon í sumar. Hann gekk í raðir félagsins árið 2017 en hann lék áður með PSV Eindhoven í Hollandi og Manchester United í Englandi. „Ég er breyttur maður, ég er þroskaðri. Hér varð ég að manni. Þegar ég horfi til baka þá tel ég veru mína hér hafa verið frábæra. Ég á minningar sem munu lifa með mér út ævina sem og vináttubönd. Þetta var heimili mitt,“ sagði Memphis um veru sína hjá Lyon. Hann spilaði alls 177 leiki fyrir félagið, skoraði 76 mörk og lagði upp önnur 53. Memphis Depay confirms to L Equipe that he ll be leaving Lyon this summer.He is heavily linked with a transfer to Barcelona. pic.twitter.com/i8KYLNzSZU— B/R Football (@brfootball) May 21, 2021 Þessi 27 ára gamli Hollendingur verður samningslaus í sumar og þarf Barcelona því ekki að greiða fyrri hann. Börsungar virðast vera á höttunum á eftir leikmönnum sem ekki þarf að borga fyrir í sumar en Sergio Agüero ku vera á leiðinni til Katalóníu sem og Eric Garcia, samherji Agüero hjá Manchester City, og Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool. Memphis sagði einnig að hann væri í samningaviðræðum við Börsunga sem og fleiri lið. Það virðist þó allt stefna í að Hollendingurinn klæðist treyju Börsunga er tímabilið 2021/2022 hefst. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira