Árný í Gagnamagninu með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2021 17:38 Árný Fjóla sést hér á blaðamannafundi úti í Rotterdam á dögunum. Gísli Berg Árný Fjóla Ásmundsdóttir, einn meðlimur hljómsveitarinnar Gagnamagnsins sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd um helgina, hefur greinst með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Árný á Instagram síðu sinni. „Endum þetta ævintýri á einu hressu covid smiti í viðbót! Þessi ólétta og bólusetta kona var greind með covid í dag. Eftir að prófið mitt týndist á flugvellinum í gær brunaði ég í annað í morgun. Ég er samt drulluhress og einkennalaus. Förum varlega og verum góð við hvort annað. Ást og fiður,“ skrifar Árný Fjóla í Instagram-færslu sem hún birti nú fyrir skömmu. Árný fjóla er gift Daða Frey Péturssyni, sem fer fyrir Gagnamagninu, og er ólétt af öðru barni þeirra. Hún er þriðji meðlimur Eurovision-hóps Íslands sem greinst hefur með veiruna. View this post on Instagram A post shared by Árný Fjóla Ásmundsdóttir (@arnyfjola) Hópurinn sem fór út til Rotterdam til að keppa í Eurovision kom heim í gær. Tveir úr íslenska hópnum höfðu áður greinst með veiruna meðan á Hollandsvölinni stóð. Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn liðsmanna Gagnamagnsins, var annar þeirra. Smitið varð til þess að Gagnamagnið kom hvorki fram á undanúrslitakvöldi keppninnar síðastliðinn fimmtudag né á úrslitakvöldinu á laugardag. Þess í stað var upptaka af æfingu sveitarinnar spiluð bæði kvöldin, sem skilaði Íslandi fjórða sæti í keppninni, næst besta árangri Íslands í keppninni frá upphafi. Lag Íslands í keppninni, 10 Years, fjallar um samband Daða og Árnýjar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eurovision Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Frá þessu greinir Árný á Instagram síðu sinni. „Endum þetta ævintýri á einu hressu covid smiti í viðbót! Þessi ólétta og bólusetta kona var greind með covid í dag. Eftir að prófið mitt týndist á flugvellinum í gær brunaði ég í annað í morgun. Ég er samt drulluhress og einkennalaus. Förum varlega og verum góð við hvort annað. Ást og fiður,“ skrifar Árný Fjóla í Instagram-færslu sem hún birti nú fyrir skömmu. Árný fjóla er gift Daða Frey Péturssyni, sem fer fyrir Gagnamagninu, og er ólétt af öðru barni þeirra. Hún er þriðji meðlimur Eurovision-hóps Íslands sem greinst hefur með veiruna. View this post on Instagram A post shared by Árný Fjóla Ásmundsdóttir (@arnyfjola) Hópurinn sem fór út til Rotterdam til að keppa í Eurovision kom heim í gær. Tveir úr íslenska hópnum höfðu áður greinst með veiruna meðan á Hollandsvölinni stóð. Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn liðsmanna Gagnamagnsins, var annar þeirra. Smitið varð til þess að Gagnamagnið kom hvorki fram á undanúrslitakvöldi keppninnar síðastliðinn fimmtudag né á úrslitakvöldinu á laugardag. Þess í stað var upptaka af æfingu sveitarinnar spiluð bæði kvöldin, sem skilaði Íslandi fjórða sæti í keppninni, næst besta árangri Íslands í keppninni frá upphafi. Lag Íslands í keppninni, 10 Years, fjallar um samband Daða og Árnýjar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eurovision Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira