Í dag er skýjað að mestu og sums staðar dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en bjartviðri og þurrt norðaustanlands. Áfram er því talsverð hætta á gróðureldum, einkum fyrir norðan, og er vakin athygli á að í gildi er hættustig vegna gróðurelda.
Útlit er fyrir að lægi talsvert í lok næstu viku og létti víða til. Hiti verður þægilegur yfir daginn og ætti að hvetja landann til útiveru, ekki síst á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast.