Spáð er sunnan fimmtán til 23 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll þar sem hvassast verður á Snæfellsnesi.
Varað er við að varasamar aðstæður gætu skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð vegna sunnan hvassviðris eða storms. Viðvörunin tekur gildi klukkan átta í kvöld og stendur til fimm í fyrramálið.
Spáð er sunnan fimmtán til 23 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll þar sem hvassast verður á Snæfellsnesi.
Varað er við að varasamar aðstæður gætu skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.