Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 07:30 Chris Paul hafði betur gegn stórvini sínum, LeBron James. getty/Sean M. Haffey Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira