NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 15:01 Kevin Durant og Kyrie Irving fóru hamförum gegn Boston Celtics. ap/Elise Amendola Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30