Þetta eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður ÍBV, og Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks. Sú síðarnefnda hefur áður verið valin í íslenska hópinn en á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl.
Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er hins vegar ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir eru ekki með að þessu sinni vegna meiðsla.
Hópur Íslands sem mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum 11. og 15. júní á Laugardalsvelli.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2021
Our squad for the two friendlies against @FAIreland on June 11 and 15.#dottir pic.twitter.com/gaHX82ZKNl
Ísland og Írland mætast á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.