Það hefur verið mikið að gerast í pólitíkinni í dag. Við förum yfir stöðuna í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík en fyrstu tölur eru væntanlegar klukkan sjö.
Búið er að skipa nýja stjórn í Miðflokknum en það var gert á landsþingi í dag. Þá voru framboðslistar Samfylkingar í öllum kjördæmum kynntir í dag eftir að flokksstjórn kom saman síðdegis.
Við segjum frá nýrri ákvörðun helstu iðnríkja heims um að skattleggja alþjóðlega tæknirisa eins og Google og Amazon og förum við á nýja sögusýningu í hinum merka Tryggvaskála í tilefni af hundrað og þrjátíu ára afmæli skálans.