Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum.
The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.
— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021
Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina.
Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins.
Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum.