Hetja frá EM: Fyrsta markið fyrir Holland var þó ekki fyrsta landsliðsmarkið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:30 Denzel Dumfries fagnar sigurmarki sínu á móti Úkraínu í gær. AP/John Thys Denzel Dumfries var hetja hollenska landsliðsins í gær en hann kórónaði flottan leik sinn með því að skora sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina. Dumfries heads Netherlands to 3-2 win and denies Ukraine s dream comeback https://t.co/iEDahitgA8— The Guardian (@guardian) June 13, 2021 Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer. Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna. Denzel Dumfries in #NEDUKR tonight Misses two first half sitters Redeems himself by scoring the winner Wins the Man of the Match#EURO2020 @OnsOranje pic.twitter.com/jWobZX2gZI— Aadoo Ozzo (@Aadozo) June 13, 2021 Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar. Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans. Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018. Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær. Klippa: Sigurmark Denzel Dumfries EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina. Dumfries heads Netherlands to 3-2 win and denies Ukraine s dream comeback https://t.co/iEDahitgA8— The Guardian (@guardian) June 13, 2021 Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer. Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna. Denzel Dumfries in #NEDUKR tonight Misses two first half sitters Redeems himself by scoring the winner Wins the Man of the Match#EURO2020 @OnsOranje pic.twitter.com/jWobZX2gZI— Aadoo Ozzo (@Aadozo) June 13, 2021 Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar. Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans. Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018. Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær. Klippa: Sigurmark Denzel Dumfries
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira