NBA dagsins: Kevin Durant sýndi okkur það í nótt að hann er sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 16:31 Giannis Antetokounmpo horfir hér á Kevin Durant fagna en Grikkinn sagði Durant vera besta leikmann heims eftir frammistöðuna með Brooklyn Nets í nótt. AP/Kathy Willens Það er erfitt að finna betri leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar en Kevin Durant átti í nótt. Í algjörum lykilleik og þegar liðið hans mætti vængbrotið til leiks steig hann fram og sýndi og sannaði hversu stórbrotinn leikmaður hann er. Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021) NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021)
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira