Fengu að vita hvaða skóla þau komust inn í vegna tæknilegrar villu Snorri Másson skrifar 21. júní 2021 17:30 Menntaskólinn við Sund er á meðal eftirsóttustu framhaldsskólanna. Vísir/Vilhelm Hópur nýútskrifaðra grunnskólanema fékk fyrir slysni forskot á sæluna á dögunum þegar tæknileg villa olli því að hægt var að sjá inni á island.is í hvaða framhaldsskóla maður hafði komist inn í. Enn á Menntamálastofnun eftir að tilkynna nemendunum hvar þeir fá skólavist en þegar einn gat skyndilega séð hvar hann var skráður í áfanga í haust, þustu aðrir á vettvang til að kanna sína stöðu. Sumir gátu séð skólann sinn en aðrir ekki en eins og þekkt er ríkir mikil eftirvænting hjá mörgum í aðdraganda þess að tilkynnt er um skólavist í framhaldsskólum landsins. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra greiningarsviðs hjá Menntamálastofnun, hefur villan verið löguð, þannig að upplýsingarnar liggja ekki inni hjá neinum. Skaðinn er þó skeður í sumum tilvikum. „Sumir gátu séð að þeir voru komnir inn og það vakti upp spennu. Það eru allir þegar að bíða mjög spenntir en ég vonast bara til þess að flestir komist inn í þann skóla sem þau sóttu um,“ segir Kolfinna í samtali við Vísi. Tilkynnt verður á allra næstu dögum um afgreiðslu umsókna en ferlið tafðist aðeins vegna nýrra persónuverndarlaga sem ollu því að skólarnir máttu aðeins fá námsupplýsingar þeirra nemenda sem höfðu sótt um skólavist hjá þeim. Enn nýrri persónuverndarlöggjöf leysir þó þann vanda þannig að næsta ár ætti að ganga smurt fyrir sig. Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Enn á Menntamálastofnun eftir að tilkynna nemendunum hvar þeir fá skólavist en þegar einn gat skyndilega séð hvar hann var skráður í áfanga í haust, þustu aðrir á vettvang til að kanna sína stöðu. Sumir gátu séð skólann sinn en aðrir ekki en eins og þekkt er ríkir mikil eftirvænting hjá mörgum í aðdraganda þess að tilkynnt er um skólavist í framhaldsskólum landsins. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra greiningarsviðs hjá Menntamálastofnun, hefur villan verið löguð, þannig að upplýsingarnar liggja ekki inni hjá neinum. Skaðinn er þó skeður í sumum tilvikum. „Sumir gátu séð að þeir voru komnir inn og það vakti upp spennu. Það eru allir þegar að bíða mjög spenntir en ég vonast bara til þess að flestir komist inn í þann skóla sem þau sóttu um,“ segir Kolfinna í samtali við Vísi. Tilkynnt verður á allra næstu dögum um afgreiðslu umsókna en ferlið tafðist aðeins vegna nýrra persónuverndarlaga sem ollu því að skólarnir máttu aðeins fá námsupplýsingar þeirra nemenda sem höfðu sótt um skólavist hjá þeim. Enn nýrri persónuverndarlöggjöf leysir þó þann vanda þannig að næsta ár ætti að ganga smurt fyrir sig.
Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira