Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2021 20:02 Foto: RAX/RAX Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin. Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira
Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX
RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira
Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57